Fremri Menntasjóður
  • EN
  • Starfsreglur

Umsókn í Fremri Menntasjóð

Fremri Menntasjóður er sjálfstæður sjóður í eign Origo hf.

Markmið sjóðsins er að virkja hugvit og styrkja mannauð Origo til framtíðar á sviði nýsköpunar og verðmætasköpunar. Er sjóðnum ætlað að auka hraða í uppbyggingu á þekkingu og reynslu í þróun, sölu- og markaðssetningu á hugbúnaðarvörum og tæknilausnum.

Hér eru starfsreglur sjóðsins sem við hvetjum þig til að kynna þér, áður en sótt er um.

Við val á umsóknum er horft til gæða umsóknar, framtíðarsýnar, frammistöðu í starfi og sérhæfingar starfsmanns. Sanngirni og jafnræðis verður gætt með tilliti til kynja. Einnig er horft til:

  • Að námið sé fjárfesting í þekkingu eða hæfni sem skortur er á hjá félaginu til að þróa og/eða markaðssetja vöru, lausn eða tækni.
  • Fjárfesting í framtíðartækni eða hæfni sem getur stutt við samkeppnisforskot Origo.
  • Rökstuðningur umsækjanda og hvatabréf þar sem líst er hvernig námið nýtist þér og Origo.
  • Á grundvelli umsóknar tekur stjórn og úthlutunarnefnd ákvörðun um styrkveitingu. Ófullnægjandi eða rangar upplýsingar verða til þess að umsókn sé hafnað.

© 2022-2025 by Origo. All rights reserved.