Fremri Menntasjóður
  • EN
  • Starfsreglur

Starfsreglur Fremri menntasjóðs

1 Um sjóðinn

Sjóðurinn heitir Fremri Menntasjóður ehf, kt. 560123-1830. Sjóðurinn starfar með því skipulagi og markmiði starfsreglur sjóðsins segja til um. Sjóðurinn verður til vegna söluhagnaðar sem Origo fær samhliða sölu á Tempo. Tempo byrjaði sem hugmynd hjá starfsfólki Origo árið 2008 og var selt að fullu síðla árs 2022. Vegferð Tempo sýndi skýrt hvað öflugt starfsfólk, íslenskt hugvit og stuðningur getur búið til mikil verðmæti í hugbúnaði. Origo heldur áfram að leggja mikla áherslu á nýsköpun og hugbúnaðarþróun sem hluta af menningu og rekstri félagsins og sjóðurinn er enn ein stoðin sem sett hefur verið á laggirnar í þeirri von að fleiri hugbúnaðarvörur geti átt jafn farsælan feril og Tempo.

2 Stofnfé

Sjóðurinn samanstendur af 500.000.000 kr. stofnfé. Skv. ákvörðun hluthafafundar er sú ávöxtun sem af sjóðnum hlýtur nýtt til menntastyrkja skv. starfsreglum sem hér er lýst. Stofnfé skal standa óhreyft í sjóðnum.

3 Fjárhagsleg og lagaleg umgjörð sjóðsins

Fremri Menntasjóður ehf. er sjálfstæður sjóður (eignarhaldsfélag) sem er aðskilinn frá Skyggni hf. Skyggnir hf. er eini eigandinn og skipar stjórn sjóðsins.

4 Fjárfestingarstefna

Aðalmarkmið fjárfestingarstefnu sjóðsins er verndun höfuðstóls með lítilli áhættu.

Sjóðurinn mun útvista eignastýringu sjóðsins til tveggja aðila sem sérhæfa sig í ávöxtun fjármuna fyrir fyrirtæki, lífeyrissjóði og einstaklinga og mun þeir stýra sjóðnum m.v setta fjárfestingastefnu.

Almennt er miðað við að 50% af höfustól sjóðsins sé í eignastýringu hjá hvorum aðila. Stjórn Menntasjóðsins mun árlega yfirfara árangur eignastýringaraðila.

5 Markmið sjóðs

Markmið sjóðsins er að virkja hugvit og styrkja mannauð Origo og systurfélaga til framtíðar á sviði nýsköpunar og verðmætasköpunar. Er sjóðnum ætlað að auka hraða í uppbyggingu á þekkingu og reynslu í þróun, sölu- og markaðssetningu á hugbúnaðarvörum og tæknilausnum. Áherslur sjóðsins miða því fyrst og fremst að því að styðja við nýsköpun í hugbúnaði og tækniþróun. Einnig er sjóðnum ætlað að styrkja viðskiptalega þætti tengda þróun á hugbúnaðarvörum eða tæknilausnum. Með viðskiptalegum þáttum er átt við þjónustu, sölu- og markaðssetningu á hugbúnaði auk stjórnunar, stefnumótunar, vörþróunar, arðsemisgreininga og þess háttar.

6 Styrkir til náms

Til að ná fram ofangreindum markmiðum eru veittir styrkir úr sjóðnum til menntunar og geta þeir verið í neðangreindum flokkum:

  1. Styrkir til starfsfólks Origo og systurfélaga til náms eða þekkingaröflunar á sviði nýsköpunar, þróunar hugbúnaðar- og tæknilausna, framtíðartækni og viðskiptaþróunar.
  2. Námsstyrkur til að leiðtoga hjá Origo og systurfélögum með það að markmiði að styrkja leiðtoga til sjálfseflingar, framfara og breytingastjórnunar.

Einnig getur stjórn sjóðsins átt frumkvæði að styrkúthlutun til valinna einstaklinga eða hóp til að styrkja ákveðna hæfni eða þætti starfseminnar.

Styrkjunum er einkum ætlað að mæta kostnaði vegna námsgjalda/faggráða. Styrkir eru veittir vegna náms á sviði hugbúnaðar- og tæknilausna, nýsköpunnar, viðskiptaþróunnar og leiðtogahæfni. 

Markmið styrkveitinganna er að stuðla að eflingu mannauðs hjá Origo og systurfélögum með því að gera starfsfólki kleift að sækja sér fjölbreytta menntun. Þar að auki er það markmið styrkveitinga að stuðla enn frekar að samkeppnishæfni félaganna og tryggja að félögin geti stutt við þróun á framtíðar færni og til að tryggja að ekki verði þekkingarskortur á sviðum sem félögin sækja fram í.

Dæmi um nám og námskeið sem ekki er styrkt úr þessum sjóði eru: Almennt nám,  tungumálanám og frístundanámskeið.

7 Stjórn sjóðs og úthlutunarnefnd

Í stjórn sjóðsins sitja forstjóri og framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo ehf. Stjórnin skal halda fundargerðir og iðka gagnsæi í vinnubrögðum. 

Umsóknir eru metnar af úthlutunarnefnd. Úthlutunarnefnd fer yfir umsóknir, metur þær og  leggur til ráðgefandi álit um styrkveitingu til stjórnar sjóðsins. Stjórn sjóðsins tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.

Úthlutunarnefnd: Sérfræðingur í fræðslumálum Origo, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna, einn sérfræðingar og/eða millistjórnandi hjá Origo. 

8 Úthlutun úr sjóði

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári að lágmarki. Stjórn sjóðsins getur ákveðið að úthluta oftar en einu sinni á ári.

Stefnt er að því að úthluta a.m.k. 20 m. kr. ár hvert, þó háð ávöxtun sbr. gr. 2.  Lágmarksupphæð styrks er 100 þús. kr. Hámarksupphæð styrks eru 2 m. kr. Ef um er að ræða styrktarumsókn fyrir hóp getur upphæðin verið hærri en uppgefin hámarksupphæð. Stjórn getur gert undantekningu frá þessum reglum, ef það þjónar hagsmunur fyrirtækisins og stefnuáherslum. 

Stjórn Fremri ákveður í upphafi hvers árs hversu há styrkupphæð fyrir yfirstandandi ár er á grundvelli ávöxtunar fyrri árs.

Á hverju ári veitum við námsstyrki skv. ofangreindu. Heildarupphæð styrkja er mismunandi frá ári til árs og mun taka mið af styrkupphæð og ávöxtun sjóðsins.

9 Styrkumsóknir

Sótt er um styrk í gegnum eyðublaðagátt. Einstaklingur getur sent inn umsókn fyrir sig eða hóp. Stjórnandi getur sent inn umsókn fyrir starfsmann eða hóp.

Í umsókn skal koma fram:

Lýsing á því námi sem sótt er um styrk fyrir

  • Námstími
  • Áætlaður kostnaður
  • Hversu háa upphæð er sótt um
  • Ferilskrá
  • Samþykki frá yfirmanni
  • Rökstuðningur fyrir umsókn og hvernig nám tengist stefnu- eða sóknaráherslum félags.
  • Aðrar upplýsingar sem gætu nýst við yfirferð umsóknar.
    • Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að góðum notum við mat á umsóknum s.s. fyrri einkunnir, greinaskrif eftir umsækjanda og / eða greinargerð um þá hvernig fyrirhugað nám tengist framtíðarsýn og áherslum félags.
      Á grundvelli umsóknar tekur stjórn og úthlutunarnefnd ákvörðun um styrkveitingu.  Ófullnægjandi eða rangar upplýsingar verða til þess að umsókn sé hafnað.    

Umsóknarfrestur er tilkynntur með a.mk. 4 vikna fyrirvara á viðeigandi samskiptamiðli félagsins. 

10 Mat á umsóknum

Við val á umsækjendum er horft til gæða umsóknar, framtíðarsýnar, frammistöðu í starfi og sérhæfingar starfsmanns. Sanngirni og jafnræðis skal gætt með tilliti til kynja. Einnig er horft til:

  • Að námið sé fjárfesting í þekkingu eða hæfni sem skortur er á hjá félaginu til að þróa og/eða markaðssetja vöru, lausn eða tækni.
  • Fjárfesting í framtíðartækni eða hæfni sem getur stutt við samkeppnisforskot félagsins.
  • Rökstuðningur umsækjanda
    • Hvort námið sem sótt er um sé í takt við eðlilega þróun umsækjanda og hluti af vegferð þess félags sem umsækjandi vinnu hjá.
  • Hvort yfirmaður samþykki og styðji við námið.

11 Samkomulag um skuldbindingu

Samkomulag er ávallt gert með formlegum hætti á milli styrkþega og Fremri samhliða styrkveitingu. Þegar það á við gerir styrkþegi auk þess samkomulag um skuldbindingu til að starfa hjá félaginu í allt að 2 ár frá námslokum (háð upphæð styrks).


Starfsreglur uppfærðar febrúar 2025.

© 2022-2025 by Origo. All rights reserved.